Sveppafélagið var stofnað í febrúar 2025 í þeim tilgangi að vera umboðmaður og bakhjarl sveppa. Lengi hafði vantað rödd sem talar máli sveppa á Íslandi og félagið var stofnað í þeim tilgangi. Það felur í sér að vekja athygli á málefnum sveppa, styðja við sjálfbæra nýtingu þeirra, auka við þekkingu á sveppum og tala fyrir verndun þeirra þar sem við á.
Undir starfsemi félagsins fellur að stunda- og styðja við rannsóknir á sveppum. Félagið mun beita sér fyrir því að efla sveppasamfélagið á Íslandi, hvort sem er meðal almennings, áhugafólks eða fagfólks. Í því felst meðal annars að sinna fræðslu, námskeiðahaldi og kennslu en einnig að vera félagsskapur fyrir sveppaunnendur.
Sveppafélagið veitir faglega ráðgjöf um málefni sveppa og um málefni umhverfis þeirra, til dæmis varðandi skilvirkar leiðir til verndunar sveppa, við gerð umhverfismats, kennsluefnis og við undirbúning rannsókn.
Aðstandendur Sveppafélagsins vona að félagið komi til með að vernda og efla sveppi, umræðu um sveppi og þekkingu á sveppum í sínum víðasta skilningi. Stefnt er að því að félagið verði virkur þátttakandi í umhverfismálum, skipulagsmálum, viðskiptum og daglegri umræðu sem tengist sveppum og umhverfi þeirra.
Félagið treystir á frjáls framlög frá bakhjörlum til að ná markmiðum sínum. Slík framlög eru einungis notuð til að ná markmiðum félagsins og félagið fagnar því að bakhjarlar hafi skoðun á því í hvað fjármagn félagsins ætti að nýtast. Félagið birtir allt útsent bréfsefni, umsagnir, skýrslur og samþykktir á heimasíðu sinni, sveppafelagid.is, þar sem það er öllum aðgengilegt.
Hægt er að styðja félagið með beinum framlögum inn á reikning félagsins, kt. 4403252030, r.nr. 0357-26-002009 eða með því að gerast bakhjarl. Félagið notar öll frjáls framlög til að beita sér í málefnum sveppa.
Stuðningur bakhjarla er notaður í verkefni félagsins eins og að vekja athygli á náttúruvernd svepp, fræðslugöngur, útgáfu kennsluefnis, greinaskrif og umsagnaskrif. Stuðningur bakhjarla er ekki undir neinum kringumstæðum notaður til að greiða arð.
Já, fyrirtæki geta gerst bakhjarlar líkt og einstaklingar.
Já, við veitum margvíslega ráðgjöf, til dæmis varðandi umhverfismat, ætileika sveppa, landnýtingu og skipulag.
Já, það er hægt. Best er að hafa samband í gegnum sveppafelagid@sveppafelagid.is.
Sveppir spila lykilhlutverk í lífríkinu, til dæmis með því að brjóta niður lífrænt efni, menungarefni og hreinsa vatn. Menn nota þá til matar, í lyfjaframleiðslu, vín- og bjórgerð, í brauðbakstur og fleira. Án þeirra væri heimurinn verri staður.
Oftast er það vegna þess að búsvæði þeirra er eytt eða landnotkun breytist verulega. Fleiri ástæður geta þó legið að baki, til dæmis mengun, breytt veðurfar og ágengar tegundir.
Sendu okkur línu með spurningunni þinni á sveppafelagid@sveppafelagid.is.